Söng og leikkonan Selena Gomez virðist hafa það gott peningalega. Hún var að setja húsið sitt á sölu og það kostar 3 milljónir dollara eða rúmlega 323 milljónir króna.
Húsinu fylgir sundlaug með rennibraut og stökkbretti, körfubolta/tennivöllur og svo golf grín svo fólk geti æft sig að pútta. Húsið er einnig með útistofu þar sem hægt er að slaka á og horfa á sjónvarpið.
Svo vantar ekki plássið inn í húsinu og auðvelt væri að villast þarna. Þar eru nokkur herbergi og baðherbergi, risa stofa og mjög stórt eldhús. Herbergi þar sem hægt er að halda blaðamannafund, bíósalur og margt fleira.