Snjókoman um helgina í Reykjavík dró fram hjálpsama Samverjann í okkur flestum – og við hjálpuðumst við að losa hvort annað úr sköflum sem höfðu myndast. Nágrannakærleikurinn var í hámarki.
Svo var ekki farið með kappann í myndbandinu hér að neðan – sem Ísak Ágúst birti á Facebook-síðu sinni. Gæinn sem han tók upp var að moka bílinn sinn úr snjónum – og lét allan snjóinn vaða á bílinn við hliðina.
Líklega er þarna einhver bráðmögnuð saga að baki – sem við fáum líklega aldrei að vita …