Nú eru allir vélsleðamenn farnir á fullt því það er loksins kominn snjór. Færið sem er búið að vera síðustu daga er algjör draumur og margir búnir að skemmta sér konunglega.
En Baldur Þórir fór í smá sleðaferð með nokkrum strákum og lenti í frekar leiðinlegu slysi.
„Sælir félagar, ætla að deila með ykkur smá reynslusögu sem gerðist í kvöld. Fórum nokkrir saman í Hengill og mikið stuð. Svo gerist það að ég er að saga/skera í brekku og klúðra því á þann hátt að ég féll af sleðanu og sleðinn veltur ofan á mig með bensíngjöfina niður snjóinn, við þetta brjálast tækið og myndirnar segja svo rest. Með þessu vill ég minna menn og konur að nota ALLTAF snúru ef hún er til staðar“. – Baldur
Þetta er alls ekki fallegur skurður sem hann Baldur er kominn með. Hann birti líka myndir af hendinni sinni og fötum.
Baldur bendir fólki á að nota snúru sem er föst við sleðamanninn og tengd í sleðann. Ef að maðurinn dettur af sleðanum þá deyr á sleðanum.
Ágætt að hafa þetta í huga þegar maður fer að leika sér. Höfum gaman en förum varlega.