Kim Kardashian hefur alltaf verið kölluð drottning bossa mynda. En hún er aðeins búin að vera taka sér pásu frá svoleiðis myndum á Instagram. Hún er búin að færa sig meira yfir í venjulegar fjölskyldumyndir sem er gott og blessað.
En nú virðist eins og yngsta systir hennar hún Kylie Jenner ætli sér að taka við af Kim. Hún er búin að vera dugleg á samfélagsmiðlum og hún setti nýja mynd á Instagram sem er mjög mikið í anda Kim.
Þessi 19 ára raunveruleikastjarna er alls ekki feimin og hatar ekkert athyglina. Kannski ekkert óeðlilegt þar sem hún ólst upp fyrir framan myndavélar.