Það eru örugglega margir sem hafa notað stefnumótaappið Tinder. Nú er búið að gera Tinder-reikning fyrir Jesú Krist. Hann hefur vakið mikla athygli og margar stelpur hafa athugað hvort þær eigi einhvern séns í hann.
Í upplýsingunum um hann er mjög svartur brandari sem fer örugglega fyrir brjóstið á einhverjum en þar stendur „Ég hef aðeins verið nelgdur einu sinni“.
Svo er hann auðvitað að vinna með frumlegar línur þegar stelpurnar tala við hann.