Það er alltaf gaman að spá í því hvernig útlendingar sjá fyrir sér landið okkar. Yfirleitt heldur fólk að við búum í snjóhúsum en stundum segist fólk hafa lært í skóla að Ísland sé grænt en Grænland sé hvítt.
Halldór Berg býr og starfar í Kína. Hann rakst á mjög skemmtilega auglýsingu og honum fannst hann kannst pínu við umhverfið sem var í auglýsingunni. Svo áttaði hann sig fljótt á því að þetta var Ísland. Það sem var samt skemmtilegt við þessa auglýsingu var hreindýrið sem var sett inn í hana.
Halldór fór líka í smá rannsóknarvinnu og komst að því að það er til bær í kína sem heitir Ísland. Honum fannst auðvitað ekkert annað í stöðunni en að fara í langt ferðalag til að heimsækja Ísland og fræðast aðeins um staðinn.
Hér fyrir neðan er auglýsingin og ferðalag Halldórs…