Hjálmar Örn Jóhannsson sem hefur látið mikið að sér kveða á Snapchat undir nafninu hjalmarorn110 – tók létt flipp á lokakeppni Júróvísjón á RÚV á laugardagskvöld. Hann tók sig til og smyglaði sér inn í beina útsendingu keppninnar.
Berglind Festival var að taka viðtöl við keppendur baksviðs þegar Hjálmar birtist í gervi eins karakter sinna, Kristjáns Agnarssonar sem þjáist af Fletcher sjúkdóminum, og virtist standa þar ráðvilltur. Þetta var þó allt hluti af gjörning Hjálmars sem fór af Snapchat á stóra sviðið – reyndar í óþökk útsendingarstjóra RÚV – en það þarf líka að hafa gaman að þessu lífi.
Hér að neðan má sjá myndband sem Hjörvar Hafliðason tók upp af gjörningnum.
King @hjammi bjargar drepleiðinlegu innslagi. Icelands greatest comedian! pic.twitter.com/qeXv7z4tVa
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) March 11, 2017