Leikkonan og ofurmódelið Emily Ratajkowski er stjarna auglýsingaherferðarinnar sem fyrirtækið DKNY var að byrja með. Þessi 25 ára stjarna er búin að rísa hratt til frægðar eftir að hafa verið í tónlistarmyndbandinu fyrir lagið „Blurred Lines“ með Robert Thicke.
Hún lék í nýrri auglýsingu fyrir DKNY þar sem hún vaknar, fer fram úr rúminu og fer út að ganga með hundinn sinn. Hún er ekki að eyða neinum tíma í vitleysu og fer bara út á undirfötunum.
„Það er rosalegur heiður að fá að vinna með DKNY. Ég hef verið mikill aðdáandi í mörg ár svo þetta samstarf á eftir að svínvirka“. – Emily
Hér er brot úr myndatökunni.
Hér er síðan auglýsingin.