Auglýsing

Viltu læra hugleiðslu? – Mögnuð helgi á Sacred Seed rétt hjá Laugavatni

Sacred Seed er himneskur staður falinn í landi Syðri Reykja skammt frá Laugarvatni. Svæðið er umvafið fallegri náttúru þar sem þú getur slitið þig frá hinu daglega amstri og tengst þínum innsta kjarna, náð dýpri tengingu við sjálfan þig og farið dýpra í ástundunina.
Á svæðinu höfum við sundlaug, sánu, flotbúnað og heitapott sem gestir geta nýtt sér.

Næstu helgi verður haldið hugleiðslu námskeið hjá þeim – þar sem farið verður í helstu atriði hennar.

HUGLEIÐSLA er jafnan stunduð í þeim tilgangi að róa hugann, öðlast hugarró og æðruleysi. Til að skapa ánægjulegt og friðsælt hugarástand.

Þessa helgi verður farið í grunninn á hugleiðslu. Hvað hugleiðsla er og hvernig hægt er að tileinka sér hana í daglegu lífi.

FYRIR HVERJA
Námskeiðið hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum og tilvalin fyrir þá sem vilja komast í friðsælt umhverfi og fá frí frá hinu daglega amstri.

FYRRI HLUTA HELGARINNAR munum við fara yfir grunninn og hvernig við undirbúum okkur fyrir hugleiðslu. Förum djúpt í öndun og lærum nokkrar hugleiðslu aðferðir.

SEINNI HLUTINN fer fram að mestu leyti í KYRRÐ & ÞÖGN meðan við ástundum það sem farið var yfir í fyrri hlutanum.

BOÐIÐ UPP Á 100% HREINT CACAO
Boðið verður upp á súkkulaði~samflot laugardagsmorguninn og verður helgin enduð með hugleiðsluathöfn þar sem við drekkum hjarta hlýjan Cacao bolla áður en við förum í djúpt ferðalag inn á við.

Á NÁMSKEIÐINU VERÐUR FARIÐ YFIR:

*Undirbúning og aðferðir
*Hugleiðslur
*Gönguhugleiðslu
*Samflot / Hugleiðsla í vatni
*Öndun
*Djúpslökun
*Heimspeki
*Núvitund

Arnór Sveinsson mun leiða hópinn inn á við í gegnum Jóga, öndunaræfingar, hugleiðslur og samflot og deila þekkingu sinni með þátttakendum. Arnór er búinn að vera kenna Jóga og hugleiðslu frá því í september 2013, árið sem hann lauk Jógakennaranámi í Jógaskóla Kristbjargar Kristmundardóttur.
Arnór hefur ferðast víðsvegar um heiminn og sótt fjöldan allan af námskeiðum sem tengjast Jóga, hugleiðslu og andlegri vinnu. Hann eyddi þar á meðal mikklum tíma með munk í fjöllum norður Tælands þar sem hann fór í djúpa sjálfsvinnu í gegnum hugleiðslu sem er grunnurinn á kennslunni hans.

SKRÁNING OG AÐRAR UPPLÝSINGAR:

VERÐ: 33.000 kr. í 2 og 3 manna hrebergi, plús 100 kr. gistináttagjald – Allt innifailð

Hægt er að vera í 1 manns herbergi (queen size rúm) og kostar það auka 6000 kr.

Innifalið í verðinu er:
Grænmetis heilsufæði
Gisting
Kennsla og kennslugögn
Aðgangur af heitapotti, sundlaug, sánu og flotbúnaði

Til þess tryggja plássið er fólk beðið um að greiða 9000 kr staðfestingargjald.

Ef þú greiðir fullt verð fyrir 11. mars tryggir þú þér 6.000 kr AFSLÁTT!

Hafir þú áhuga á að taka þátt máttu endilega senda póst á sacredseediceland@gmail.com. Til að tryggja þér pláss getur þú lagt inn á rkn: 545 26 1614 kt: 690916 0290

Sacred Seed
sacredseediceland@gmail.com
S: 7789052

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing