Módelið og Kardashian systirin Kendall Jenner fór í myndatöku fyrir LOVE Magazine nú á dögunum. Þessi myndataka var allt öðruvísi en hún er vön að fara í þar sem hún var með hárið krullað eins og Marilyn Monroe. Hún var líka brosandi út að eyrum og myndatökurnar hennar eru venjulega í aðeins alvarlegri kantinum.
Kendall er orðin 21 árs og er búin að koma nokkrum sinnum fram í LOVE Magazine. Hún er næst yngst í Kardashian hópnum en hún gefur systrum sínum ekkert eftir þegar kemur að módelstörfum.