Ryan Reynolds er giftur leikkonunni Blake Lively og saman eiga þau tvö börn. Ryan fór í viðtal hjá Elle og þar var hann spurður um það hvernig honum finnist það þegar Blake leikur í kynlífssenum. Ryan fannst ekkert mál að svara því.
„Það er ekki eins mikið mál eins og fólk heldur. Það sem fólk gerir sér ekki grein fyrir er að þegar það er verið að taka upp svona senur þá er konan mín ekki ein með mótleikaranum sínum. Þarna eru 50 – 60 þreyttar og svangar manneskjur sem vinna við myndina sem vilja bara klára þetta og komast heim. Ég man þegar ég var að taka upp svona senu hugsaði ég hvað þetta á eftir að vera óþægilegt þegar allir fara að horfa á þetta í flugvél. – Ryan
Hann nefndi þessa flugvélahugsun til að tengja í söguna sem Blake sagði þegar hún fór til Jimmy Fallon. Hér er hægt að sjá það.