James Blunt sigraði heiminn með plötunni Back to Bedlam árið 2004. Hinar plöturnar hans náðu ekki eins góðum árangri og hefur lítið farið fyrir Blunt á síðustu árum.
Á fyrstu plötunni hans var lagið „You’re Beautiful“ og var það í fyrsta sæti á flestum vinsældarlistum. En James Blunt er kominn með ógeð að þessu ágæta lagi og segir að fólk myndi örugglega ekki elska það svona mikið ef það vissi um hvað lagið fjallar.
„Fólk spilar þetta lag í brúðkaupum og öðrum veislum og mér finns það svo heimskulegt. Þetta helvítis lag er alls ekki rómantískt. Þetta fjallar um uppdópaðan mann sem er að áreita kærustu einhvers gæja í lest. Þessi maður ætti að vera í fangelsi fyrir að vera hættulegur perri ekki þekktur sem einhver rómantískur hjartaknúsari“ – James Blunt.
Já þetta er ekki alveg það sem maður hélt til að byrja með og spurning hvort að það séu einhverjir sem að hætta að hlusta á lagið eftir þetta?