Þessi 65 ára gamla Indverska kona fæðir og hugsar um yfir 400 heimilislausa hunda.
Hún segir að hundarnir færi sér meiri hamingju en mannfólk „ég giftist þegar ég var 7 ára gömul, manni sem var 10 árum eldri en ég, hann kom oft heim drukkinn…“
„mér líður vel að búa með hundunum, þegar ég var með eiginmanni mínum var ég ekki hamingjusöm, ég vann allan daginn og sá um húsið, maðurinn minn vann ekki“
Pratima á þrjú uppkomin börn sem búa í heimaþorpi hennar sem vilja fá gömlu konuna heim „sonur minn hringir í mig stanslaust og biður mig að koma heim í þorpið til sín. En ég hlusta ekki á hann, ég vill gera gott fyrir hundana“
Hún segir hundana vera eins og sín eigin börn „ég fer með þá heim og passa uppá þá. Sumir hafa verið yfirgefnir af eigendum sínum eða lent í bílslysi, þeir fá að búa hjá mér“
Á hverjum degi kaupir Pratima 12 kg af hrísgrjónum og 5 kg af kjöti fyrir hundana í hádegismat, í morgunmat fá þeir 10 lítra af mjólk.
Pratima eyðir dögum sínum að fæða og hjúkra að hundunum þegar þeir eru slasaðir.
Megin áhyggjur Pratimu eru hverjir munu sjá um hundana þegar hún getur það ekki lengur. „Fólk forðast götuhunda, ég vil að góðhjörtuð manneskja sjái um þá eftir að ég fell frá“
Hvernig er ekki hægt að elska hunda? Við verðum að passa uppá besta vin mannsins!