Justin Bieber gæti átt von 1 árs fangelsisdómi í Brasilíu en kappinn er um þessar mundir í tónleikaferðalagi um Suður-Ameríku.
Honum verður kynnt kæra við komu landsins og ef illa fer gæti Bieberinn þurft að dúsa í heilt ár bakvið lás og slá!
Upptök kærunar stafa frá því þegar að Bieber “taggaði” Hotel Nacional í Rio de Janeiro með þeirri tímalausu snilld eins og “Bielibers 4 life” og “respect privacy” þegar hann hélt Believe túrinn árið 2013.
Tagory Figueiredo sérfræðingur í alþjóða lögfræði hafði þetta um málið að segja
“ef réttarkerfið klárar málið fljótt og vill gera fordæmi úr honum með að gefa honum dóm, þá er þetta möguleiki(að hann fari í fangelsi), ef hann forðast réttarstarfsmenn eða að dómarinn grunar að hann reynir að fara aftur úr landi án þess að taka við kærunni, gæti dómarinn ákveðið að senda strax út handtökuskipun.”
“Ef Bieber sýnir einhverja árásagjarnahegðun eins og hann hefur áður gert… gæti hann verið handtekinn fyrir óvirðingu undireins”
Já það er ljóst að Bieberinn þarf að halda sér á mottunni ef hann ætlar ekki að mæta í aðra svona myndatöku!