Breski sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay er þekktur fyrir að rífa kjaft og elda góðan mat. Hann er búinn að vera með breskan spjallþátt þar sem hann fær skemmtilega gesti í heimsókn. Nú var Gordon að taka upp sinn síðasta þátt og fékk hann grínistann Frank Skinner.
Gordon ætlaði að sýna honum hvernig ætti að búa til alvöru smoothie. En þar sem þetta var síðasti þátturinn hjá Ramsay þá ákvað hann að hrekkja gestinn sinn og áhorfendur í leiðinni. Hann var með hendina ofan í blandaranum þegar aðstoðarmaður hans setti hann í gang. Áhorfendur fengu sjokk þegar Ramsay hrundi öskrandi í gólfið og blandarinn málaðist af einhverju rauðu!
Hrekkurinn er á mínútu 2:55.