UFC léttvigtarmeistarinn Conor McGregor virðist eiga nóg af peningum enda launahæsti bardagamaður UFC frá upphafi. Hann kemur stundum til Íslands og æfir með liðsfélaga sínum Gunnari Nelson.
Nú eru Mjölnir komnir með eina flottustu æfingaraðstöðu sem MMA íþróttin hefur séð og líklegt að Conor og liðsfélagar hans í SBG eigi eftir að láta sjá sig á klakanum reglulega.
Einhverstaðar verður þetta fólk að sofa. Conor McGregor gerði sér lítið fyrir og splæsti í 90 milljón króna hús handa sér og liðsfélögum sínum.
Húsið er staðsett á Seltjarnarnesi og er á tveimur hæðum. Aðkoma er á neðri hæð hússins þar sem komið er inn í forstofu og þar inn af er herbergi/skrifstofa, þegar gengið er úr forstofunni er komið inn í sjónvarpshol þar sem útgengt er í bakgarð, en einnig liggur stiginn upp á aðra hæð úr sama rými. Á neðri hæð er geymsla, þvottahús, bílskúr, þrjú svefnherbegi og baðherbergi.
Húsið er með fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi. Hér er hægt að sjá myndir af húsinu.