Það var mikið að gera hjá lögreglunni í Reykjavík í gær þar sem að dularfullur maður gekk um miðbæinn og rændi hringum af fólki. Maðurinn var berfættur, með krullað hár og klæddur í skikkju. Maðurinn var frekar lágvaxinn en hann hélt á einhverju sem líktist litlu sverði.
Lögreglan deildi teikningu af manninum á Facebook í gærkvöldi og bað fólk um að fara varlega og láta vita ef það myndi rekast á einhvern sem passaði við teikninguna.
Lögreglan fékk um 35 tilkynningar í gær sem að hljómuðu allar eins. „Einhver lítill maður rændi hringnum mínum“.
Við spjölluðum við Svövu Friðriksdóttur sem að lenti í þessum brjálaða manni í gær.
„Ég fór út með stelpunum í gær á meðan að kallinn var með krakkana og þússt þetta átti bara að vera sjúklega gott kvöld skiluru því það er ekki eins og maður sé alltaf á skrallinu. Mamma þarf líka að djamma skiluru? En við vorum þarna nýbúnar á Prikinu og löbbuðum niður bankastrætið afþví við ætluðum á Austur og Magga þurfti geggjað mikið að pissa þannig við fórum inn portið hjá Hressó og hún ætlaði að pissa þar. Svo vorum við bara eikkað að hlæja og hafa gaman þegar einhver lítill perralegur gaur mætir með hníf eða eikkað og segir okkur að gefa sér hringana okkar. Ég var bara WTF skiluru en samt ruglað hrædd þannig ég læt hann fá hringinn minn. Og þússt þetta er rugl dýr hringur, Elli var nýbúinn að gefa mér hann og svo bara kemur eikker fáviti og rænir mig! Svo segir hann við okkur að hann sé að gera þetta til að bjarga miðgarði og að hann þurfu að eyða öllum hringum sem hann finnur eða eikkað svoleiðis og ég var bara common gaur um hvað ertu að tala? Svo fór hann í burtu og ég fór drullu pirruð heim og Elli alveg brjálaður því hann hélt að ég hafi bara tekið hringinn af mér til að reyna við gaura eða eikkað og ég var bara, nei Elli þetta var einhver lítill kall með skikkju og sverð. Og hann var bara, ertu að fara fara frá mér til að vera með gaur sem er með skikkju og sverð? Svo rifumst við fokk mikið og þetta var bara ekki gaman. – Svava
Lögreglan er ekki ennþá búin að finna manninn en einhver ónefndur aðili sendi henni Facebook link. Þar er maður sem kallar sig Fróða og hann er nákvæmlega eins og maðurinn á teiknuðu myndinni.
Eitt af fórnalömbunum náði meira að segja að sleppa með hringinn sinn. Hann sagði að Fróði hafi ekki verið einn en það hafi verið annar berfættur maður með honum. Fórnalambið náði mynd af þessum mönnum eftir að vera búinn að berja þá frá sér.
Lögreglan er ekki búin að finna Fróða og vin hans og biður fólk um að fara varlega í kvöld og helst skilja hringana sína eftir heima.
Við vonum að lögreglan muni finna hringaþjófana í kvöld svo við getum andað rólega hérna á litla Íslandi. Einnig vonum við allt endi vel hjá Svövu og Ella og að Svava fái hringinn sinn aftur.