Ríkisstjórn Íslands vildi sérstaklega nýta þennan dag til að senda frá sér tilkynningu þar sem hún vildi koma eftirfarandi á framfæri:
„Það er allt í bestu málum hér á landi. Jú jú – það kann að líta út eins og það sé svaka góðæri í gangi ala 2007 – og þá fer fólk að óttast að það endi allt í vitleysu og öðru hruni. En hafið ekki áhyggjur – við erum alveg búin að vera að spá í þessu, hvort einhverjir bankakarlar séu að svindla á kerfinu – hvort einhver sé að vasast með myntkörfur – og hversu mikið er að seljast af flatskjám. Það er allt í eðlilegum horfum. Ekki panikka. Algjör óþarfi. Við erum búinn að kíkja á þetta og allt lítur bara vel út. Ekkert getur farið úrskeiðis í þetta skiptið.“