Pamela Anderson var einu sinni talinn kynþokkafyllsta kona heims og það er alveg á hreinu að hún hefur engu gleymt þegar kemur að myndatökum. Fyrrum Baywatch stjarnan sat fyrir í nýrri undirfataauglýsingu fyrir Coco de Mer.
Pamela verður fimmtug 1 júlí á þessu ári og hún hefur sjaldan litið eins vel út. Hún er alls engin byrjandi þegar kemur að módel störfum þar sem hún hefur setið fyrir hjá Playboy, FHM og Rolling Stone.