Rúnar Geirmundsson var að mynda norðurljósin þegar ótrúleg sýn blasti við á himnum. Í 3-4 sekúndur var sem norðurljósin tækju á sig mynd af uglu. Myndina má sjá hér að neðan.
„Ég fór í litla ferð rétt fyrir sólarlag, og setti myndavélina upp. 20 mínútum seinna varð ein ótrúlegasta, súrealískasta, óraunverulegasta, og mind blowing norðurljósasprenging fyrir augunum á mér. Þessi norðurljós í uglulíki – birtust í 3-4 sekúndur. ÓTRÚLEGT. Mér er sama hversu íslenskur þú ert – þetta er ekki eins og neitt annað í heiminum.
Þvílík dýrð!