Nú var gerð rannsókn á kvensjúkdómalæknum. Þeir sögðu frá því hvað það er við vinnuna þeirra sem þeir þola ekki. Daily Mail birtu síðan þessa rannsókn. Þarna var búið að taka saman það sem flestir læknar nefndu.
Hér eru nokkrir hlutir sem þessir kvensjúkdómalæknar þola ekki samkvæmt Daily Mail.
1. Stelpur sem afboða sig því þær eru á túr.
Þetta er eitthvað sem að margir læknar nefndu. Þeim er alveg sama þó stelpurnar séu á túr. Það er í lagi að láta vita, en engin þörf á því að afboða.
2. Stelpurnar sem eru stanslaust á hreyfingu í miðri skoðun.
Flestir voru sammála þessu. Læknarnir skilja að þetta sé óþægilegt og persónulegt en þetta er eitthvað sem þarf að gera svo þær verða bara að vera rólegar.
3. Þegar stelpur vilja alltaf að makinn þeirra sé viðstaddur.
Þetta er eitthvað sem að læknarnir sögðu að margar stelpur geri. Þeir sögðu að þeir skilji þetta til að byrja með því þetta er svo persónulegt. En ekki þegar þær eru búnar að koma marg oft því þetta er alltaf alveg eins og ætti að venjast.
4. Stelpur sem segjast hafa lesið um þetta á Google.
Flestir töluðu um það að það sé óþolandi þegar stelpan þykist vera læknirinn af því hún las um þetta á Google. Margar stelpur lesa alls konar drasl á Google og eru svo vissar um að þær séu að deyja þegar þær mæta til kvensjúkdómalæknis.
5. Þær sem biðja ekki um konu til að gera þetta þegar þeim líður ekki vel á meðan karlmaður er að þessu.
Margar stelpur kunna ekki við að segja læninum að þeim finnist þetta skrítið því að hann er karlmaður. Læknarnir sögðu allir að þeir tæki þessu ekkert nærri sér.
6. Þær sem hunsa augljós einkenni og forðast það að fara í skoðun.
Það er ekkert sem læknarnir þola eins lítið eins og stelpa sem segist hafa fundið fyrir einhverju fyrir löngu og ekki þorað að fara í skoðun. Þú verður að láta athuga strax því þetta fer ekki sjálfkrafa.