Guðni Valur er einn af efnilegustu frjálsíþróttamönnum hér á landi. Hann er 21 árs piltur sem hefur lagt mikla vinnu í sportið – og hlaðið á sig ýmsum afrekum. Guðni fór á Ólympíuleikana á síðasta ári – ásamt því að vera kosinn á Frjálsíþróttamaður Íslands í karlaflokki.
Guðni heldur ótrauður áfram – og er spenntur fyrir sumrinu. Hann er sem stendur í æfingabúðum í Portúgal þegar við heyrum í honum.
„Undirbúningurinn fyrir sumarið gengur frekar vel er búin að vera kasta yfir 60 metra í kringlukastinu á flestum æfingum sem er mjög gott á þessum tíma árs fyrir mig.“
Hvernig sérðu árið framundan fyrir þér?
Ég hef miklar væntingar til 2017 og er aðalmarkmiðið að lágmarka á HM í London sem er 65m og einnig vinna EM U23 sem fer fram í Póllandi í sumar.
Nú er mikið álag á þér – hvaða hjálpartæki notarðu til að halda skrokkinum í lagi?
Ég er að nota Bauerfeind hnéhlífar til að halda hita á hnjánum til að fyrirbyggja frekari meiðsli í hnjánum. Og ég fékk líka frá Eirberg Bauerfeind belti til að hita upp mjó bakið og þar í kring.
Náladýnan er svo gjörsamlega búin að vera redda mér í þessum æfingabúðum, þar sem ég fór út með eitthvað tak vinstra megin í bakinu. Ég er búin að vera nota beltið og dýnuna mikið í að ná því úr mér, og það er nánast farið.
Guðni er síðan alveg nautsterkur líkt og sjá má í þessum myndböndum hér að neðan. Hann tekur allt að 260 kg. í hnébeygju.
Og hendir svo upp 205 kílóum í bekknum – „eins og að drekka vatn með röri“.
Hvað bætiefni notarðu?
Ég fæ allt mitt úr Perform hef verið að taka Rebuild Edge sem er Glutamine. BCAA. Og creatine í einum dúnk og síðan veit ég ekki alveg hvað proteinið sem ég er akkúrat með núna heitir en mitt uppáhalds er banana súkkulaði ISO pure proteinið frá þeim. Svo tek ég alltaf OPTI MEN á morgnana sem er bara endalaust af vítamínum síðan er ég bara vinna með Amino energy og Gold Standard preworkout fyrir æfingar.
Við óskum Guðna Val farsældar á sínum vettvangi – hann er sannarlega að vinna fyrir því. Nánar má fylgjast með honum HÉR!