Það eru hlutir sem við þurfum að hafa áhyggjur af í lífinu eins og efnavopnahernaður, offitufaraldur og hlýnun jarðar – og þá alveg að ógleymdu skoðunum hvors annars á líkömum hvors annars. Þetta hafa dæmin á Íslandi sýnt.
Í síðasta þætti af Samfélagslegamiðlavörðunum hristi Manuela aðeins upp í liðinu eftir ósætti við Ágústu Evu, leikkonu – því komment sem Ágústa hafði skilið eftir við mynd af henni á Instagram (Kommentið var „Borða“) – lét hana tala um líkamsvirðingu – og fólk ætti ekki að þurfa að tjá sig um útlit hvors annars á einn eða annan hátt í neikvæðri merkingu.
Hins vegar birti svo Manuela núna gagnrýni á Kim Kardashian á Instagram – því hún sagði hana hafa tekið óeðlilegar öfgar of langt.
Þetta olli smá uppþoti á samfélagsmiðlum – en skoðun Manuelu og skoðanir stúlknanna má sjá hér að neðan.
Er gagnrýni Manuelu réttmæt? Má hún dæma vissa öfga – eða má hún það ekki?
Fylgist með næsta þætti af Samfélagsmiðlavörðunum!