Tom Hardy hefur sigrað kvikmyndabransann á síðustu árum. Frá því að vera grjótharður bardagamaður í Warrior og yfir í grjótharðan Bane í Batman þá virðist hann geta tekið hvaða hlutverki sem er.
Arun Pullen var útí garði hjá sér í Richmond þegar hann sér mann koma á miklum hraða á vespu framhjá húsinu sínu og svo sér hann Tom Hardy koma hlaupandi í gegnum garðinn á eftir honum.
„Ég ætlaði ekki að trúa þessu. Tom Hardy hafði stytt sér leið í gegnum garðinn minn og kom hlaupandi út á götuna á eftir manni sem var á vespu. Ég veit ekki hvort maðurinn hafi verið svona hræddur því að Bane var að elta hann eða af því að Mad Max var að elta hann en hann alla vegana keyrði vespunni sinni á rándýran bíl. Maðurinn á vespunni öskraði eitthvað og Tom hljóp að honum, leitaði á honum hvort hann væri nokkuð vopnaður og skoðaði síðan skilríkin hans“. – Arun
Arun fór að Tom og spurði hvað væri í gangi og hann sagði að Tom hafi svarað „Þessi ræfill stal þessari vespu og núna er hann fótbrotinn“.
„Þegar lögreglan kom á staðinn var Tom búinn að gera alla grunnvinnuna. Þetta var eins og að horfa á einhverja ofurhetju“. – Arun
Það varð allt vitlaust á Twitter eftir þetta og margir vilja fá Tom Hardy sem nýja James Bond. Það er alls ekki vitlaus hugmynd.