Auglýsing

Pepsi deildin er farin af stað! – Ætlar þú að mæta á völlinn?

Það er alltaf ljúfur tími hvers árs þegar Pepsi deildin fer af stað en jafnt karlar og konur hafa nú byrjað að sprikla af miklum móði.

Boltinn í kvennadeildinni rúllaði af stað á fimmtudaginn en – fyrsta umferð Pepsi-deildar karla hófst í gær með þremur góðum leikjum. Í dag lýkur fyrstu umferðinni hjá körlunum með þremur öðrum leikjum.

FH vann hjá körlunum í fyrra – og hjá konunum tók Stjarnan titilinn – og verður áhugavert að sjá hvort leikurinn verði endurtekinn þetta árið.
Image may contain: one or more people, people standing and text

Fyrir áhugasama þá eru Pepsímörkin á dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 22:00 í kvöld, en þar verður farið yfir alla leikina í þessari fyrstu umferð deildarinnar.

Auk þess að það sé leikið í Pepsi-deildinni í dag, þá fer einnig fram úrslitaleikurinn í C-deild kvenna í Lengjubikarnum. Hamrarnir og HK/Víkingur eigast við kl. 16:00 í Boganum.

En okkur á Menn.is hlakkar til að sjá stemninguna – og munum fylgjast vandlega með á pöllunum!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing