Jaylene Cook er 25 ára Playboy fyrirsæta frá Nýja Sjálandi. Hún fór með kærastanum sínum í 7 tíma fjallgöngu upp á fjallið Taranaki. Þegar þau komu upp á toppinn ákváðu þau að henda í eina mynd þar sem að kærastinn hennar er nú atvinnu ljósmyndari. Jaylene fór út öllum fötunum og síðan var þessi ágæta mynd tekin.
Jaylene fékk mikinn hatur yfir sig eftir þessa mynd þar sem fjallið Taranaki er friðað og fólkið í Maori ættbálknum tók þessu mjög nærri sér. Þeir sem eru úr Maori hafa aldrei klifrað upp á þetta fjall vegna þess að það er friðað en skilja fólk sem að langar að klifra þetta. Þeir byðja það bara um að sýna fjallinu virðingu.
Þeim fannst Jaylene ekki sýna fjallinu virðingu með þessari mynd og eru mjög ósáttir með hana.
„Við kynntum okkur sögu fjallsins og sýndu fjallinu virðingu á leiðinni upp. Þegar við komum upp eftir 7 tíma göngu vorum við uppgefin og ég ákvað að fara úr fötunum. Ég var ekki að þessu til að vera dónaleg, að vera nakin er náttúrulegt og fallegt. Mér datt alveg í hug að einhverjir myndu móðgast yfir þessu en fólk hefur bara mismunandi skoðanir“. – Jaylene
Jaylene segist ekkert sjá eftir þessu því hún segir að þetta ferðalag hafi breytt henni. Hún veit núna að hún þolir meira en hún hélt og hún segist hafa lært að taka sénsa.