Angelina Jolie er ein frægasta leikkona heims. Hún var í hjónabandi með Brad Pitt og hefur unnið mikið fyrir góðgerðarmál. Angelina hefur marg oft verið talin ein kynþokkafyllsta kona heims og hefur unnið mikið sem módel.
Angelina byrjaði snemma, kannski full snemma þar sem hún þurfti að ljúga til um aldur sinn. Hún var aðeins 15 ára en þar sem hún var viss um að ljósmyndarinn myndi ekki taka myndir af svona ungum stelpum þá sagðist hún vera 18.
Ljósmyndarinn Harry Langdon tók þessar myndir af Jolie fyrir 26 árum. Hann fór í viðtal við Bored Panda og sagði þeim frá þessum myndum.
„Venjulega þegar ég tek myndir af fólki, kynni ég mér fólkið aðeins. En hún sagði mér að hún væri orðin 18 og ég trúði því bara. Hún var ákveðin og virtist vita hvað hún vildi svo hún gerði vinnuna mína mjög auðvelda. Ég þurfti bara stundum að segja henni að færa sig smá til hliðar og svo smella myndunum“. – Harry Langdon