Það er magnað hvað augun geta blekkt mann rosalega. Svo er líka magnað hvað sumir verða fljótt reiðir án þess að skoða málið alveg í gegn.
Þetta hamingjusama par setti þessa mynd af sér á Facebook. Þau voru bara í bátsferð og nutu lífsins.
Ef maður lítur hratt á þessa mynd er eins og maðurinn á myndinni sé nakinn og haldi um typpið á sér. En þetta eru í raun lappirnar á kærustunni sem hann er að halda í.
En það var ein kona sem hefur greinilega ekki skoðað myndina nógu vel. Hún gjörsamlega brjálaðist og reyndi að fá alla í hverfinu sínu til að brjálast líka. Henni fannst þessi mynd vera óviðeigandi og ætti ekki heima á Facebook.
Það er kannski betra að skoða málið aðeins betur áður en maður missir vitið…