Sænski fótboltamaðurinn Zlatan Ibrahimovic spilar fyrir Manchester United. Hann lenti í slæmum hnémeiðslum gegn Anderlecht í síðasta mánuði og margir voru hræddir um að hann gæti aldrei spilað fótbolta aftur.
Zlatan er þekktur fyrir að lýta stórt á sjálfan sig og hann hefur sjálfur sagt marg oft að hann sé ekki mennskur. Það getur verið eitthvað til í því hjá þessum sænska snilling.
Hann fór í vel heppnaða hnéaðgerð nú á dögunum og hann segir að hann sé langt frá því að vera hættur í fótbolta.Mino Raiola sem er umboðsmaðurinn hans segir að læknarnir hafi verið í sjokki eftir að hafa skoðað hnéið hans.
„Hnéin hans eru svo sterk að læknarnir eru aldrei búnir að sjá annað eins. Þeir segja að þetta eigi ekki að vera mögulegt hjá fótboltamanni með 20 ár að baki. Læknarnir vilja fá hann aftur þegar ferillinn hans er búinn svo þeir geti ransakað hnéin hans ennþá meira“. – Mino Raiola
Zlatan setti þessa mynd á Instagram fyrir tveim vikum.