Árið 2011 var Franska barnastjarnan Thylane Blondeau sögð vera fallegasta stelpa í heiminum. Foreldrar hennar eru fótboltamaðurinn Patrick Blondeau og leikkonan Véronika Loubr. Þau settu hana í myndatökur þegar hún var bara barn og var hún búin að vekja heimsathygli aðeins 10 ára gömul.
Thylane tók þátt í sinni fyrstu tískusýningu árið 2005 en þá var hún aðeins 4 ára gömul. Fólk varð ástfangið af augunum hennar og módelferillinn hjá þessari ungu stelpu fór frekar hratt af stað.
Nokkur lönd voru mikið á móti þessu öllu þar sem þeim fannst módelbransinn vera of djarfur fyrir lítil börn. Bæði of kynferðislegur og allt of mikið stress fyrir krakka.
En svo sprakk allt árið 2011 þegar Thylane fór í myndatöku fyrir tímaritið Vogue. Þar voru allir sammála um það að þessi myndataka var allt og kynferðisleg fyrir 10 ára stelpu. Margir fóru að mótmæla og foreldrar Thylane fengu sent mörg bréf frá reiðum foreldrum.
Sálfræðingurinn Emma Grey sagði
„Þessar myndir eru algjör andstæða við það sem barnæskan á að snúast um. Börn eru saklaus og tær og það á ekki að fara svona með þau. Þetta er ógeðslegt og erfitt að trúa því að það séu til foreldrar sem láta börnin sín ganga í gegnum svona“.
Hún tók sér smá pásu frá módelbransanum eftir þetta en byrjaði síðan aftur árið 2015. Þá sat hún fyrir í bók sem heitir IMG Models. Hún fór síðan að færa sig yfir í Instagram og er með 1.2 milljón fylgjenda þar.
Þegar hún var lítil fékk hún ekki mikið að stjórna sér sjálf og var bara sett í alls konar myndatökur. En nú er hún orðin 16 ára og segir að þetta sé það sem henni langi að starfa við.
„Það sem mér finnst skemmtilegast við að vera módel er hvað maður fær að kynnast mörgum manneskjum og hæfileikaríkum förðunarfræðingum“. – Thylane