Elskarðu þættina Narcos? Þá er kominn viðburður sem þú mátt ekki missa af – sjá HÉR!
Stígðu inn í heim „DEA“ fulltrúanna Javier Pena og Steve Murphy, mannanna sem felldu einn afkastamesta og hættulegasta eiturlyfjabarón heims: Konung kókaínsins, sjálfan Pablo Escobar. Saga þeirra var innblásturinn að þáttunum NARCOS sem slógu rækilega í gegn á Netflix. Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson stjórnar umræðunum.
Í þáttunum segir frá risi og falli Medellín fíkniefnahringsins þar sem Pablo Escobar var höfuðpaurinn og barðist fyrir því að viðhalda völdum sínum sem kóngur kókaínheimsins.
Pena og Murphy munu ræða málið fyrir áhorfendum ásamt Jóhannesi Hauki og segja frá því hvernig þeim tókst að fella Pablo Escobar. Í umræðum kvöldsins munu þeir upplýsa okkur um ýmis atriði sem ekki komu fram í þáttunum og taka við spurningum úr sal.
Um Pena og Murphy
Javier Pena ólst upp í Texasfylki í Bandaríkjunum. Árið 1984 gekk hann til liðs við bandarísku fíkniefnalögregluna þar sem hann tók að sér verkefni í Bogota, höfuðborg Kólumbíu. Það var þá sem hann og félagi hans, Steve Murphy, ákváðu að þeir skyldu leggja Pablo Escobar og Medellín fíkniefnahringinn að velli. Í dag er hann talinn vera einn helsti sérfræðingur heims í Medellín málinu.
Steve Murphy hóf feril sinn árið 1975 sem lögreglumaður í Vestur-Virginíu, Bandaríkjunum. Sjö árum síðar gekk hann til liðs við fíkniefnalögregluna í Flórída þar sem kókaínbransinn fór ört vaxandi. Árið 1991 var hann sendur til Bogota þar sem hann hóf að vinna með Pena. Báðir hafa þeir verið heiðraðir fyrir framlag sitt í baráttunni og voru þeir lofaðir og verðlaunaðir af bæði fíkniefnalögreglunni og Kólumbíska ríkinu.
Umræðurnar fara fram í Silfurbergi Hörpu. Einungis um 600 númeruð sæti eru í boði. Sjá miðasölu HÉR! Skráning á póstlista Senu Live hér .