Auglýsing

Hefur þú prófað matinn á KOPAR? – Maður fær bara vatn í munninn!

Það er alltaf gaman að fara út að borða – á flottum stöðum – sér í lagi ef þeir koma skemmtilega á óvart. Kopar er einmitt einn slíkra staða.

Kopar Restaurant er staðsettur við gömlu höfnina í Reykjavík – og er með einstakt útsýni út á höfnina. Ferskt og kraftmikið andrúmsloft hafnarinnar er því hluti af upplifunni þegar þú borðar þar.

Þegar kemur að matseðlinum þá er sterk áhersla á gersemum hafsins – með allt fyrsta flokks hráefni – og skelfiskurinn í fararbroddi. Þar er má meðal annars finna íslenskan grjótkrabba sem veiddur er úr Hvalfirðinum.

Ekki er þó allt afurðir hafsins – og er grilluð og gljáð hrossasteik er eitt af eftirlæti Kopars!

Staðurinn setti þetta myndband út á Facebook-síðu sína – og fær maður bara vatn í munninn!

Staðurinn býður líka upp á seiðandi kokteila – en allir drykkir á hálfvirði frá 16 – 18 – en eldhúsið opnar kl. 17.

Hægt er að panta borð í síma 567-2700.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing