Sjónvarp Símans er glæsileg þjónusta sem Síminn býður upp á, bæði er þjónustan tæknilega fullkomin og efnisúrvalið fjölbreytt og mikið. Nú kynnir Síminn nýja virkni sem sem hefur vakið mikla lukku í prófunum starfsmanna Símans sem hafa verið að prufukeyra þessa frábæru viðbót.
Núna geturðu tekið Sjónvarp Símans með þér í bústaðinn, hjólhýsið, tjaldvagninn, í mat til tengdó eða bara hvert sem er. Myndlykilinn er einfaldlega tekinn með og tengdur við internet, hvort sem það er við þráðlaust net eða með netsnúru. Hann fer þá aftur í gang og helstu aðgerðir eru til staðar.
Það skiptir engu hvaðan netið kemur, myndlykilinn hrekkur í samband yfir 4G samband eða annað net. Þannig er hægt að vera með 4G MiFi eða 4G beini í bústaðnum, tjaldinu eða hvar sem er. Gæðin fara svo eftir því hvernig tengingin er og skalast til allt eftir því hvernig hún er á meðan horft er. Í mestu gæðum ætti samt klukkustund af áhorfi aldrei að fara yfir 2GB.
Munið bara að tengja myndlykilinn aftur þegar heim er komið svo að full upplifun kemst aftur á og sjónvarpið telji ekki af inniföldu gagnamagni.