Auglýsing

Hjarta Jóhönnu tók kipp við orð Andra – Bjargaði lífi drengs sem andaði ekki á vakt hjá 112

Mikil orðaskipti hafa orðið eftir umdeild ummæli Andra Þórs Sturlusonar, varaþingmanns Pírata, um að teppa línu Neyðarlínunnar. Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir neyðarvörður hjá 112 skrifaði þessi orð á Facebook nú í kjölfarið.

Ég tala aldrei um vinnuna mína á samfélagsmiðlum en nú tók 112 hjartað mitt kipp. Ég get ekki orða bundist og vona að enginn taki upp á þessu – ekki undir neinum kringumstæðum. Þegar ég las þetta helltust yfir mig minningar frá störfum mínum sem neyðarvörður.

Ég skal deila með þér Andri Þór Sturluson einni minningu frá vakt fyrir ekki svo löngu síðan. En rétt fyrir vaktaskipti einu sinni sem oftar fékk ég símtal þar sem lítill drengur andaði ekki, móðir hans hringdi inn og ég aðstoðaði hana við að endurlífgun… símtalið tók á eins og öll símtöl sem koma inn til 112. Eftir að símtalinu lauk liðu 37 sekúndur (það er skjár upp á veggnum sem segir hvað líður langt á milli símtala, og það líður oftast í kringum 2 mínútur) þar til ég fékk næsta símtal en þar hringdi inn önnur móðir þar sem hún horfði upp á unga dóttur sína meðvitundarlausa eftir stórt flogakast – aftur var ég að aðstoða móður við að endurlífga ungann sinn….

Eftir vakt fór ég heim og knúsaði son minn og með góða vinnufélaga í kringum sig var hægt að vinna úr erfiðri vakt.

Aftur segi ég við þig Andri, hugsaðu málið og taktu málefnalega umræðu eða kynntu þér hlutina eins og þeir eru – þú ættir kannski að kíkja í heimsókn til 112 ég er viss um að þar á bæ gætirðu fengið fræðslu um hversu lífshættuleg þessi hugmynd þín er.

-Endilega deilið og ef þið eruð vinir Andra – taggið hann…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing