Það er betra að fara varlega í umferðinni og vera ekkert að taka sénsa. Það á sérstaklega við rútubílstjóra þar sem þeir eru ábyrgir fyrir farþegum sínum og eiga að skila þeim í heilu lagi á leiðarenda.
Ólafur náði myndbandi af rútubílstjóra sem tók fram úr honum. Ólafur þurfti að koma sér vel út í kant, einnig var bíll að koma á móti rútunni sem þurfti að gera það sama.