Nú eru örugglega margir að brjálast úr spennu yfir nýju seríunni af Game of Thrones sem að hefst eftir 13 daga. Sophie Turner fer með hlutverk Sansa Stark í þáttunum.
Sophie var aðeins 12 ára þegar hún fór í prufur fyrir þættina og þremur árum seinna hófust tökur. Hún hafði ekki hugmynd um að hún ætti eftir að verða heimsfræg á svona stuttum tíma en er virkilega þakklát fyrir þetta ævintýri.
Sophie sagði frá því hvernig hún komst að því hvað munngælur væru á mjög sérstakan hátt.
„Ég var að lesa handritið fyrir þættina og þá sá ég að orðið munngæla kom fyrir. Ég spurði hvað þetta þýddi og þegar það var búið að útskýra þetta fyrir mér fannst mér þetta eiginlega bara vera ótrúlegt að fólk skuli gera svona. Ætli kynfræðslan mín hafi ekki bara verið í gegnum þættina“. – Sophie
Það eru ekki allir sem að læra um svona hluti í vinnunni.