Í dag verður fyrsti blaðamannafundurinn fyrir bardaga aldarinnar. Það verður mikið að gera hjá Conor McGregor og Floyd Mayweather í þessari viku þar sem þeir taka fimm blaðamannafundi á fimm dögum.
Conor setti ansi skemmtilega mynd á Facebook á föstudaginn þar sem hann skaut glæsilega á Floyd. Þarna er verðið að handtaka Floyd því hann kallaði Conor ekki pabba sinn.