Út er komið nýtt lag og myndband af væntanlegri plötu frá hljómsveitinni Atomstation. Um er að ræða fyrstu smáskífu af plötunni BASH sem væntanleg er síðar á þessu ári.
Lagið ber nafnið „Ravens of Speed“ og er tekið upp, líkt og restin af plötunni, í Cassette Recordings hljóðverinu í Los Angeles nú á vordögum, undir stjórn fyrrum upptökustjóra Ramones, Scott Hackwith.
Ravens of Speed er þegar komið í spilun á Rás 2 og X-inu 977 auk þess sem það er aðgengilegt á helstu tónlistarveitum á borð við itunes og Spotify.
Hljómsveitin lék á Eistnaflugi um síðustu helgi og stefnir á frekara tónleikahald á næstunni:
„Það var mikið stuð og gaman á Eistnaflugi og við stefnum á frekara tónleikahald á næstunni á milli þess sem við vinnum að því að klára plötuna.“ segir Prins Grímsson, gítarleikari í Atomstation.
Hér má sjá nýtt myndband við lagið Ravens of Speed:
„Myndbandið er skotið á upptökutímanum í Los Angeles, að mestu inni í studioi en einnig á götum úti í Chinatown í allskonar stuði.“
Fyrir þá sem vilja fylgjast með sveitinni – þá má sjá nánar um hana á Facebook síðu hennar HÉR!