Það eru líklega fáir öflugri hópar á Netinu en „Keypt í Costco“. Síðan er eins og ein risastór auglýsingasíða sem lætur hluti seljast upp á núll einni.
Einn af þessum hlutum var til dæmis þessi miðamerkingavél. Það fór mynd af henni inn á síðuna í byrjun dags – síðdegis var síðan ástandið svona – en Óskar Andri birti mynd af aðkomunni.
Það þurftu semsagt bara allir skyndilega miðamerkingarvél.
Hvað er fólk eiginlega að merkja svona mikið? Og hvernig fór það í gegnum lífið áður svona ómerkt?