Samfélagssjóður BYKO styrkti á dögunum verkefnið Framúrskarandi ungir Íslendingar sem er á vegum JCI Iceland.
JCI Ísland verðlaunar á hverju ári unga Íslendinga sem takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni og ná undraverðum árangri. Markmið verðlaunanna er að verðlaunahafar hljóti hvatningu til frekari dáða og vekja athygli á verkum þeirra.
Almenningi gefst kostur á að tilnefna einstaklinga á aldrinum sem því þykir skara framúr á sínu sviði, hægt er að tilnefna á heimasíðu verkefnisins, www.framurskarandi.is/
Hér má sjá Sigurð forstjóra BYKO afhenda formlega styrk til verkefnisins. Með honum á myndinni eru Elizes Low verkefnastjóri og Lilja Kristjánsdóttir sem vinna ötullega að skipulagningu verkefnisins.