Michael Jackson er sennilega einn vinsælasti tónlistamaður allra tíma. Það var mikið sjokk fyrir marga þegar hann lést árið 2009 enda hafði tónlistin hans haft áhrif á svo margar manneskjur.
Eins og flestir vita þá fór Jackson í margar lýtaaðgerðir og var orðinn hrikalega breyttur þegar hann lést. Í heimildarmyndinni „The 10 Faces of Michael Jackson“ kemur fram að hann hafi ekki þorað að fara í lítaaðgerð til að byrja með og að hann hafi beðið systir sína um að fara fyrst til að finna hvernig þetta væri. Hún gerði það fyrir hann og lét breyta á sér nefinu. Eftir að hún sagði honum að þetta væri ekkert mál fór Michael Jackson alla leið.
Í þessari mynd er líka talað um hvernig Michael Jackson hefði litið út ef hann hefði aldrei farið í lýtaaðgerð. Þar gerðu spekingar mynd af honum sem átti að sýna hvernig hann hefði verið. Hér er myndin.