Fólk á sér tvífara út um allan heim og það gerist mjög reglulega að tvífarar fræga fólksins komist í fjölmiðla. Nýjasti tvífarinn er hún Janice Garay en hún er virkilega lík söng og leikkonunni Jennifer Lopez.
Janice Garay hefur vakið mikla athygli á Instagram þar sem margir halda að þetta sé Jennifer Lopez og að hún sé bara búin að vera dugleg í ræktinni. Einn fylgjandi hennar skrifaði „Það er eins og það sé búið að klóna Jennifer Lopez og einhver hafi troðið sterum í klónan“.
Þetta er búið að hjálpa Janice enda er hún núna komin með um 150 þúsund fylgjendur á Instagram.