Norska slökkviliðskonan Gunn Narten hefur vakið mikla athygli á Instagram og er nú komin með yfir 100 þúsund fylgjendur. Hún deilir þar myndum bæði frá vinnunni og síðan hvað hún er að gera þegar hún er ekki að slökkva elda.
Gunn hefur alltaf verið mikið í íþróttum og hún stundar Crossfit, fótbolta, sund og hlaup með strákunum í vinnunni.
„Það er ekki algengt að konur séu í slökkviliðinu. Þegar ég byrjaði skilda mamma mín ekkert í mér en þetta var það sem mig langaði. Mér finnst gaman að mæta í vinnuna og þetta er krefjandi. Vinir mínir segja oft við mig að ég sé með „strákahúmor“ og hagi mér stundum eins og strákur því ég vinn bara með strákum en ég elska samt að fara í fín föt og sýna fólki kvenlegu hliðina mína“. – Gunn