Fyrir nokkrum árum fór af stað framleiðsla á kvikmynd um söngvarann Freddie Mercury. Þar var talað um að leikarinn Sacha Baron Cohen myndi fara með hlutverk Mercury en hann er þekktastur fyrir hlutverk sín sem Borat og Ali G. Ósætti milli meðlimi hljómsveitarinnar Queen og Cohen varð til þess að Cohen hætti við að taka að sér þetta hlutverk.
En nú eru tökur á myndinni farnar af stað og leikarinn Rami Malek mun fara með hlutverk Mercury. Rami er þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Mr. Robot. Hér fyrir neðan getur þú séð mynd af Rami þar sem hann er orðinn Freddie Mercury. Hann á nú bara eftir að tækla þetta ágætlega.