Styrmir Örn Vilmundarson fékk sér húðflúr sem líklega fáir „fatta“. Húðflúrið er af furðulegum karakter – sem er ekki sá fallegasti – en hann á sér sögu.
Um er að ræða Pickle Rick – úr þáttunum Rick & Morty sem hafa getið sér góðs orðs hér á landi og víðar um heim.
„Pickle rick þátturinn var það fyndnasta sem ég hef séð í langan tíma“, sagði Styrmir. „Ég hef verið að fylgjast lengi með þeim og þessi þáttur trónaði á toppnum algjörlega yfir þá þætti sem ég hef séð hingað til.“
Svo mikil áhrif hafði þátturinn á Styrmi að hann fékk sér þetta tattú sem sjá má hér að neðan:
„Snillingurinn Elísa Ósk Viðarsdóttir skellti þessu á mig. Mæli með henni.“ segir Styrmir.
Hvað segir fólk þegar það sér húðflúrið?
Fyrsta spurninginn er hvað er þetta og svo springa flestir úr hlátri.
Það allavega vantar ekki húmor í þetta tattú – svo mikið er víst!