Shuffleboard er komið í hús. Þessi borðleikur hefur farið sigurför um heiminn og er núna kominn í Keiluhöllina Egilshöll.
Almennar Shuffleboard reglur:
1. Hver leikmaður eða hvert lið er með fjóra skotpukka. Rauða eða Bláa.
2. Kasta skal upp hver skal byrja og leikmenn skiptast á að skjóta.
3. Markmið leiksins er að koma skotpukkunum eins nálægt brúninni á hinum endanum og hægt er.
4. Einn kastar í einu, bannað er að kasta tveimur skotpukkum í einu.
5. Aðeins fremsti pukkurinn gefur stig og ef fleiri en einn pukkur með sama lit eru fremstar fást stig fyrir allar þá pukka sem eru innan stigalínu og framar en pukkarnir í hinum litnum.
6. Hægt er að fá 1 stig – 2 stig – 3 stig – 4 stig og 5 stig. En 5 stig eru veitt fyrir skotpukka sem ná fram yfir endabrúnina án þess að falla í gryfjuna.
7. Stotpukkur þarf að vera alveg yfir línu til að stig telji. Skotpukkurinn má ekki brjóta línuna með neinu móti, gildir einu þó að meirihluti pukksins sé yfir línunni.
8. Sá vinnur lotu sem nær fyrst 15 stigum eða meira. Síðan er það valkvætt hvað spilaðar eru margar lotur.