Hollywood stjörnur eru þekktar fyrir að eiga helling af pening og lifa ákveðnum lífstíl. Það er rosalegur peningur sem fylgir stórum kvikmyndum og leikararnir í myndunum fá þokkalega útborgun. En svo eru auðvitað leikarar sem taka hlutverkum án þess að spá í peningunum bara einfaldlega vegna þess að þeir eru hrifnir af hlutverkunum.
Hér eru nokkur dæmi um Hollywood-stjörnur sem fengu mjög lítin pening fyrir rosaleg hlutverk.
10. Jonah Hill — The Wolf of Wall Street
Jonah Hill barðist fyrir því að fá hlutverk í myndinni The Wolf of Wall Street. Honum var skít sama hvað hann myndi fá borgað því honum langaði bara að vinna með leikstjóranum Martin Scorsese.
9. Tom Cruise — Magnolia
Þarna var Tom Cruise búinn að leika í mörgum stórum myndum eins og til dæmis Mission Impossible. Hann var orðinn vanur að fá vel borgað en sætti sig við þessa upphæð því honum fannst handritið vera svo frábært.
8. Brad Pitt — Thelma & Louise
Þetta var hlutverkið sem kom Brad Pitt á kortið. En þar sem þetta var eitt fyrsta stóra hlutverkið hans þá varð hann að sætta sig við þessi laun.
7. Ryan Gosling — Half Nelson
Það kom öllum á óvart þegar að Ryan Gosling tók að sér þetta verkefni því þarna var hann búinn að sigra heiminn með myndinni „The Notebook“. Hann lék í Half Nelson fyrir mjög lítinn pening en var tilnefndur til Óskars fyrir hlutverk sitt.
6. Hilary Swank — Boys Don’t Cry
Hilary Swank tók að sér þetta hlutverk fyrir lítinn pening og vann síðan Óskarinn. Í næstu mynd fékk hún síðan 3 milljónir dollara.
5. Dustin Hoffman — The Graduate
Þó að peningurinn hafi verið lítill fyrir þessa mynd þá var þetta samt hlutverkið sem Dustin Hoffman er frægastur fyrir. Hann fékk mörg flott tilboð eftir þessa mynd.
4. Jennifer Lawrence — Winter’s Bone
Jennifer Lawrence sér alls ekki eftir því að hafa tekið þetta hlutverk að sér. Hún var tilnefn til Óskars fyrir þetta hlutverk og er í dag launahæsta leikkona heims.
3. Harrison Ford — Star Wars: Episode IV — A New Hope
Harrison Ford var lengi að ákveða sig hvort hann ætti að taka þetta hlutverk. Hann ákvað síðan að segja já og hann fékk 25 milljónir dollara fyrir síðustu Star Wars mynd sem hann lék í.
2. Jim Carrey — Yes Man
Jim Carrey hafði svo mikla trú á þessari mynd að hann gerði aðeins öðruvísi samning en flestir leikarar gera. Hann fékk ekki krónu fyrr en myndin kom út. Jim Carrey fékk 36,7% af heildartekjum myndarinnar sem að endaði á því að vera gott fyrir Jim því hann fékk 35 milljónir dollara.
1. Bill Murray — Rushmore
Þarna var hann búinn að leika í Groundhog Day þar sem hann fékk 10 milljónir dollara. En honum leist svo vel á handritið af þessari mynd að honum var alveg sama um peninginn.