Frakkar eru þekktir fyrir Eiffelturninn, kampavín, Claude Monet, croissant og ilmvötn. Nú hafa þeir fundið uppá töflum sem gætu leyst eitt vandræðalegasta vandamál manna, prumpulykt!
Fólk leysir vind að meðaltali 14 sinnum á dag! Það getur komið manni í klandur því oft fylgir lykt með. Töflurnar umtöluðu eru ilmtöflur og eiga að breyta prumpulykt í blómalykt.
Hópur af fólki sem vinnur saman, átti bágt með að trúa þessu og prófuðu töflurnar.