Það er svo sannarlega hægt að segja að hann Hannes Þór Halldórsson sé einn flottasti markvörður heims í dag.
Það hefur nú samt kostað blóð, svita og tár – og að dreyma STÓRT!
Hér er stutt en frábær saga frá Hannesi um mikilvægi þess að elta draumana sama hvað:
„Fyrir ári síðan útbjó ég þessa mynd og hengdi upp á vegg í svefnherberginu mínu. Á þeim tíma höfðum við spilað einn leik í mjög erfiðum riðli í undankeppni HM. Að komast upp úr riðlinum var á þessum tíma nokkuð fjarlægur draumur og ekki margir sem höfðu trú á að það væri mögulegt. Tilgangur myndarinnar var að minna mig á markmiðið á hverjum degi. Í eitt ár var hún það fyrsta sem ég sá þegar ég vaknaði og það síðasta sem ég sá áður en ég fór að sofa. Hún virkaði hvetjandi þegar á móti blés og minnti mig á að halda áfram og leggja allt í sölurnar. Til að gera langa sögu stutta, þá virkaði þetta!“
Hér er svo Hannes og myndin góða.
Áfram Hannes! Áfram Ísland!