Sumir segja að augun séu gáttir sem sýna inní sálina ehhhh.. Það er rangt – því það mun vera skeggið!
Ó já skeggið segir til um hvernig persóna þú ert í raun og veru.
#1. EKKERT SKEGG!Þú ert annaðhvort barn eða færð bara nokkur strá (það er rétt hjá þér, þá er betra að raka það burt!). Þú ert þessi næs gæi sem fær reglulega að heyra hvað hann er mikil dúlla og góður vinur… Já okey, þú ert alveg næs og góður og fyndinn og með mikla samkennd og hjálpsamur og skilningsríkur en innst inni ertu algjört villidýr!
Þannig að næst þegar einhver reynir að Friend Zone-a þig eða kalla þig krútt þá skaltu horfa djúp í augun á manneskjunni og segja ,,Ekki láta útlitið blekkja þig“ og ganga í burtu!
„60% of the time, it works every time…“
#2. HÝJUNGUR
Til hamingju þú ert að verða karlmaður og þér er byrjað að vaxa skegg – Djók! Hýjungur er ekki skegg, en ekki örvænta þetta kemur. Í millitíðinni er betra að raka það burt því þessi örfáu hár eru ekki að fara sannfæra dyraverðina um að þú sért orðinn tvítugur.
Þú ert samt mjög djarfur og átt eftir að ná langt í lífinu ef þú hverfur ekki inní WoW eða snakkpokann. Mundu að þú getur gert allt sem þú vilt en þú verður alltaf að vinna fyrir því!
Haltu svo áfram að vera flippaður og hafa gaman, því það skiptir mestu máli í lífinu ásamt því að fara í sturtu reglulega 😉
#3. RÓT
Þú ert þessi „Bad Boy“ sem er alltaf vaðandi í kvennfólki! Þér finnst mikilvægt að hugsa um sjálfan þig en þú vilt ekki að fólk viti hvað þú spáir mikið í útlitinu. Þess vegna ertu alltaf með rót sem þú leyfir að vaxa aðeins en passar þig samt alltaf á því að verða ekki eins og þú sért með meirapróf.
Þú ert mjög sjarmerandi, opinn og ákveðinn. Það er ekki að ástæðalausu sem félagar þínir kalla þig partý kónginn en þótt þú sért pínu player og átt ertfitt með að skuldbinda þig er ekkert sem þú þráir meir en að vera í góðu og traustu sambandi!
Engar áhyggjur kallinn minn, þú munt finna draumadísina einn daginn og ef ekki þá geturðu alltaf keypt þér hund!
#4. MOTTA
Mottan er ein besta uppgötvun mannsins frá upphafi. Allir helstu meistararnir voru með mottu á einhverjum tímapunkti, Freddie Mercury, Dalí, Guðni Th., Chaplin, Jésús, Maríó, Villi Vill, Leonardo da Vinci….
Mergur málsins er að þú ert algjör meistari! Þú hefur áttað þig á því að mottan er ekki eitthvað 80’s fyrirbæri eða bara fyrir pólska verkamenn – ó nei mottan er miklu eldri og dýpri en það. Það að þú sért með mottu segir að þú sért mjög opinn fyrir umhverfinu, frjór í hugsun, flippaður, hefur gaman af lífinu og nýtur þess að vera þú sjálfur.
Stelpurnar elska þig! Strákarnir elska þig! Þú elskar þig!
Til hamingju með lífið og þessa glæsilegu mottu!
#5. HÖKUTOPPUR
Hökutoppur er klárlega ekki málið og ef þú ert með einn slíkan ert þú bara týndur í lífinu. Þú ert samt alls ekki slæmur maður, þvert á móti. Ef vinir þínir ættu að lýsa þér myndu þeir segja að þú sért gull af manni! Þú ert líka ótrulega mikill bangsi og skammast þín ekkert fyrir það.
Þú ert ennþá að reyna að finna sjálfan þig, hvað þig langar að gera eða vera. Þig langar bara mest af öllu að fá viðurkenningu frá fólkinu í kringum þig.
Ætli stærsta vandamálið í lífinu þínu sé ekki hökutoppurinn sjálfur! Hvort sem það eru vandræði í ástarmálum, vinnunni, félagslífinu eða bara allt í bland gæti verið góð byrjun að raka kvikindið af, safna alvöru skeggi eða fá þér mottu með.
Það eru mjög fáir sem púlla geitina og ef þú ert ekki með mótórhjólapróf eða hlustar á ACDC ert þú ert ekki einn af þeim! – Gangi þér vel með þetta elsku vinur!
#6. KLEINUHRINGUR
Þú ert mjög vanafastur maður – ekki nema þessi kleinuhringur sé einhver tilraunarstarfsemi hjá þér. Þú fúnkerar best í rútínu, 8 – 16 vinnu, börri og bjór á laugardögum, rólegheit á sunnudögum, stangveiðiferð í júlí og tveggja vikna Tene í ágúst. Þú vilt steikina þín medium rare og það er aldrei hægt að salta of mikið….
Þú hefur alltaf vitað hvað þig langar að gera í lífinu og nærð yfirleitt öllum settum markmiðum.
Vinir þínir lýsa þér sem jarðbundum og hörðum gaur með ískaldan húmor.
#7. HIPSTERSKEGG
Okey, við náum því, þú ert Hipster – og fílar alveg að vera kallaður það en verður samt að segja fólki að þú sért það alls ekki! Þetta er flókið mál, pínu eins persónuleikinn þinn.
Fólk á mjög erfitt með að lesa þig því stundum ertu ofurhress en svo geturðu orðið þögull og dularfullur. Þegar þú hefur skoðun á einhverju hikarðu ekki við að láta hana í ljós en þegar þú veist ekkert hvað er verið að ræða segirðu fátt til að líta ekki út eins og rasshaus.
Burt sé frá skoðunum þínum á pólitík, glútenóþolinu og mislituðu sokkunum ertu fínn gaur. Þú ert alveg skemmtilegur karakter og þarft ekki að rembast við að sanna það fyrir öðrum!
#8. FRUMSKÓGUR
Það er nú bara ótrúlegt að þú hafir rekist á þessa grein, velkominn í siðmenninguna! Þú ert annað hvort fyrrum strandaglópur eða listamaður í miðju vinnuferli, mjög líklega kvikmyndagerðarmaður.
Þú ert djúpur karakter og frekar lokaður. Þér finnst gott að vera einn með sjálfum þér og eyðir miklum tíma í að hugsa, pæla, spekúlera, brjóta heilann og rökræða við sjálfan þig. Passaðu þig samt að byrja ekki að tala við veggina líka.
Þér er í raun sama hvað öðrum finnst um þig og skeggið er sönnun þess. Vonandi fer þetta verkefni samt að klárast svo þú getir farið að snyrta þig eitthvað.